Trójumenn-Rómverjar-Júdah

William R. Finck Jr. 2007

Í Biblíunni, í fyrstu Konungabók 4:31, er viska og speki Salómons sögð meiri en margra annara manna:" Og hann var allra manna vitrastur, vitrari en Etan Esrahíti og Heman og Kalkól og Darda Mahólssynir, og hann var nafnfrægur með öllum þjóðum umhverfis." En eini staðurinn annar í Biblíunni þar sem þessi stórmenni er að finna er fyrsta Króníkubók. 2:6, þar sem við lærum að að Eðan, Heman,Kalkol,Darda, og Simri voru allir synir Sera, sonar Júda.

Í fyrstu Mósebók 46:12 lærum við að þegar Jakob fór til Egyptalands, hafi Sera farið einnig, en engir synir með honum. Þó að hann hafi eflaust flutt konu,eða konur sínar með sér(46:26), og Fares flutti tvo syni sína með sér, fór Sera til Egyptalands án afkomenda. Löngu síðar, í brottförinni frá Egyptalandi, sjáum við að afkomendur Sera voru með Ísraelsmönnum(Num. 26:20). Á meðan manntals skrárnar í eyðimörkinni, nefna ættkvíslir sona Fares(Num. 26:21), eru synir Sera, sem hljóta að hafa verið merkismenn, ekki nefndir fyrir sig.

Er það aðeins tilviljun að þessi nöfn sona Sera, sem koma hvergi annars staðar fyrir í Biblíunni, koma fyrir í sögum Grikkja? Þessir menn sem Salómon var borið saman við hljóta að hafa verið merkismenn, og hvers vegna ættum við ekki sem ekki finnum þá í Hebreskum ritum, að leita til skrifaðra heimilda "þjóðana í kring" um dáðir þessara manna? Auðvitað ættum við að gera það, þar sem okkar er svo oft sagt annarstaðar að afkvæmi Abrahams myndu verða að mörgum þjóðum. Hvar er staðfesting loforðsins, og grundvöllur Kristinnar trúar, ef við finnum hana ekki í sögunni.

Í Grískum bókmenntum, er Dardanos sagður landnámsmaður í norðvestur Anatólíu þar sem var síðar kallað Trója. Höfuðborgin var þekkt undir tvemur nöfnum, Ilios(eða Ilium) eftir Ilos, og Trója eftir Tros, báðir sagðir afkomendur Dardanosar (cf. Strabo, Landafræði, 13.1.25). Hómer lýsir örugt ættartölu frá Dardanos til Ilos og Tros og nokkrar kynslóðir áfram til Príamosar, konungs Tróju þegar borgin var eydd af Grikkjum. Stærri hverfi umhverfis Tróju urður þekkt undir nafninu Tróad, og Grikkir héldu því fram að veggir borgarinnar hefðu verið reystir af sjávarguðinum Póseidoni(Diódórus Sikulus, Library of History, 4.42. 1-3).

Í Hómer og síðar í Grískum bókmenntum eru Tróverjar kallaðir Dardanar, eftir Dardanos, en stundum minnist Hómer á Trójumenn og Dardana saman, aðgreinir Dardana Trójuborgar frá þeim sem dvöldu annarstaðar. Okkur er sagt að Lýkíumenn eru Dardanar ( i.e Strabó 10.2.10 þar sem landfræðingurinn vísar í Hómer), og að Dardana hafi einnig verið að finna á meðal Illýra( Strabó 7.5.1, 6, 7). Af Illíonskviðu Hómers, annari bók, er augljóst að Dardanir dvöldu í örðum borgum en í Tróad.

Grísk skip sigla til Tróju, úr kvikmyndinni „Troy“ frá 2004

Bæði Heródótos(7.91), og Strabó sem vitnar í hann(14.4.3) segja okkur að Pamfýlíu hérað á suðurströnd Anatólíu hafi verið nýlenda stofnuð af Kalkasi sem var Trójumaður. Kalkas var einnig talinn vera vitur maður og spámaður af Grikkjum(Strabó 14.1.27).

Ef Dardanos er ekki Darda, og ef Kalkas er ekki Kalkol( í LXX Chalcad í fyrstu Konungabók4:31, en Kalkal í fyrstu Krónikubók. 2:6), af hverju minnist Biblían þá á þessa menn. eins og þeir væru merkismenn, án þess að segja okkur hverjir þeir eru? Og hvaðan kom Dardanos Trójumaður þegar hann stofnaði nýlenduna sem síðar varð Trója?

Sumir munu eflaust mótmæla og halda því fram að Trójumenn hafi verið Frýgíumenn, eins og Grísku harmleikjaskáldin Evripídes og Askylos kölluðu þá. En Hómer nefndi þá aldrei með því nafni, né heldur aðrir eldri rithöfundar. Hómer nefndi Frýgíumenn og Þrakverja meðal þeirra sem komu til stuðnings Trójuborgar(Illíonskviða,önnur bók), og Strabó tekur eftir þessari villu hjá harmleikjaskáldunum(12.8.7). Enn frekar, segir landfræðingurinn að landsvæðin sem Frýgíumenn byggðu fyrir Trójustríðið, og þau voru ekki í Tróad, og að Frýgíumenn voru komnir af Þrakverjum(7.3.2-3; 10.3.16; 12.4.5; 12.8.4; 14.5.29). Á meðan hinir Adamsku-Ísraelsku,Tróverjar mega vel hafa blandað blóði við, Adamsku-Jafetísku-Þrakverja(Tiras, fyrsta Mósebók. 10:2), og ekki getað komið í veg fyrir spádóm sem hægt er að finna í fyrstu Mósebók 9:27, voru Trójumenn ekki Frýgíumenn.

Hér er nauðsynlegt að ræða aðrar þjóðir í austanverðu Miðjarðarhafi, og skulum við byrja á þeirri Krítversku, sem stundum er kölluð Mínóska siðmenningin. Það eru skýr tengsl milli Krítar og Tróad þegar örnefni eru borin saman. Strabó gerir samanburð í Landfræði sinni á 10.3.20, þar sem hann vitnar í sameiginleg nöfn, eins og tildæmis Ida fjall sem einnig var fjall í Krít, en einnig nöfn eins og Dykte, Pytna, Hippókoróna og Samonium.

Kabíri, eða Kabeiri,voru guðir sem voru tilbeðnir af Pelösgum á Samóþrakíu(nefnd Samos af Hómer og á fyrri tímum-Strabó,7.49), eyju út af strönd Tróad, eins og Heródótos ræddi um(2.51, 3. 37). George Rawlinson segir í þýðingu sinni á Heródótos á 3.37 að " Kabíri voru Pelaskir guðir", sem E.H Blakely, ritstjóri Everymans Library útgáfu birt af Knopf, bætir við: "Orðið er skylt Semitíska orðinu kebír = mikill- E.H.B." Dardanos var síðar frægur fyrir(réttara sagt kennt um) að hafa fært ádýrkun Kabíra frá Samos til Tróju, þar sem þeir voru kenndir við Idaíska Daktýla frá Krít(Strabó, 7.49, 50).

Í riti sínu, Saga Pelopennos stríðsins, ritar Þúkídides um fyrri tíma og segir að Karíar og Föníkar " byggðu flestar eyjarnar"(1.8). Heródótos segir að Karíar hafi upprunalega verið kallaðir Leleges og dvalið í eyjunum, þaðan sem þeir voru síðar hraktir burt af Íóníumönnum og Dórum til að setjast að á meginlandinu(1.171), þó mismunandi lýsingar séu einnig gefnar af sagnfræðingnum. Í 1.171 segir Heródótos einnig að Karíar hafi verið skyldir Lýdíumönnum( Shemitísku Lud í fyrstu Mósebók. 10:22 og Esaja.66:19). Á meðan Strabó segir að Lýkíumenn hafi verið Dardanar(10.2.10), segir Heródótos að þeir hafi einnig komið frá Krít, nýlendu undir stjórn Sarpedons bróður Mínosar(1.173), en heldur því fram að hún hafi verið nefnd eftir Aþeningi(7.92). En Strabó gefur aðra lýsingu á Sarpedon, sem er hér að neðan.

Á meðan Strabó tengir Kilikíumenn við bæði Trójumenn(13.1.49,58; 13.3.1) og við Sýrland(13.4.6), og einnig við borgir í Pamfýlíu(14.4.1) sem hann kallar "Tróverska Kilikíumenn", segir Heródótos að Kilikíumenn hafi "borið til forna nafnið Hypakkear, en tóku núverandi heiti sitt frá Kilix, syni Agenorsm sem var Föníki"(7.91). Rawlinson bætir neðanmálsgrein hér við: " Kilíkar voru án efa ættbræður Föníka". Það skal tekið fram ap Hómer kallaði Danaansmenn "Akkea", og hér sjáum við að Kilíkar kölluðust Hyppakkear á fyrri tímum. Kadmos Föníkumaður, goðsagnakenndur stofnandi Þebu á Grikklandi, var einnig kallaður sonur Agenors, og var sagður vera mágur Dardanosar( Díódórus Sikulus, 5.48.5).

Strabó segir að "Leleges og Kilíkar hafi verið svo náskyldir Trójumönnum"(13.3.1), og að Kilíkar hafi numið land í Tróad áður en þeir stofnuðu nýlenduna Kilíkia(13.4.6), og að Hómer hafi staðsett Kilíka í Tróad ásamt Dardönum(14.5. 21). Af Pamfýlíumönnum, sem okkur er gert ljóst að voru ættmenn Trójumanna, segir Strabó "En Pamfýlíumenn, sem eiga margt sameiginlegt með Kilíkum, halda sig ekki að öllu frá sjóránum"(12.7.2), sem Föníkar á fyrri tímum voru einnig frægir fyrir. Karíar dvöldu nálægt Míletos, og Strabó segir um þá: "Ekki aðeins Karíar, sem á fyrri tímum voru eyjarskeggar, en einnig Leleges, eins og þeir segja urðu meginlandsbúar með aðstoð Krítverja, sem stofnuðu meðal annars Miletos, Sarpedon frá Krítversku Míletos var stofnandinn; og námu þeir land í Termilae í því landi sem nú nefnist Lýkía; og þeir sögðu að þessir landnámsmenn hafi verið fluttir til Krít af Sarpedon bróður Mínosar ..." Heródótos kallar "Gríska" heimspekinginn Þales af Miletos " mann af Fönískum uppruna" (1.170). Strabó deilir um auðkenningu Leleges við Karía, en útskýrir að þeir byggðu sama svæðið, og einnig að Leleges hafi byggt hluta Tróads, þaðan sem þeir voru hraktir eftir fall Tróju(7.7.2). Karía, meðalannars Míletosmenn, og Lýkía er minnst á af Hómer sem meðal verjenda Tróju(Illíonskviða,önnur bók).

Mínóar sjálfir voru sagðir hafa breiðst út allt vestur til Sikileyjar(Díódórus Sikulus 4.79.1-7, Strabó 6.3.2), og Krítverjar stofnuðu Bottiais í Makedóníu(Díódórus 7.16.1, Strabó 7.11) og Brentesíum á Ítalíu (Strabó 6.3.6), meðal annara staða. Strabó segir að "Á fyrri tímum hafi Knossos kallast Kaeratus, eftir ánni sem streymir meðfram henni." Kaer, eða Kar, er frá Hebresku orði sem þýðir borg( tildæmis Karþagó þýðir Nýja borgin á Hebresku). Önnur á á Krít, Iardanos, ber nafn sem er svipað á í Palestínu, LXX framburðurinn á því fljóti er Iordanos:Jórdan.

Í fyrstu lýsingum sjáum við, þó að sumt sé öðruvísi í þessum lýsingum, að Tróverjar, Leleges, Karíar, Kilíkar og Föníkar voru allt skyldar þjóðir, og hafa einnig tengsl við Krít til forna, land sem var frægt fyrir Nauta dýrkun (cf önnur Mósebók 32; 1 Kings 12:28; önnur Konungabók 10:29;17:16; Appollódórus, Bókasafn,3.2.1). Miklu síðar, í Trójustyrjöldinni, staðsetur Hómer Dóra á Krít ( Ódyseifskviða, nítjánda bók), nokkru fyrir innrás þeirra á Grikkland. Krít er þar sem Linear B áletranir hafa fundist, sem er fornt Grískt mál, og sem er skylt eldra máli frá Kýpur, sjáið Preface to the Revised Supplement(1996) af níundu útgáfu Liddel og Scott Grísk-Enska Orðabókin. Það er ljóst að Krít, og að einhverju leyti Kýpur sem var eitt sinn undir Föníkum frá Týrus( cf. Jósefus, Fornaldir 9:14:2 og Esekíel. 27:6), voru viðkomustöðvar eða áningarstaðir, þar sem þjóðflokkar frá Palestínu námu land á fyrri tímum áður en þeir héldu áfram til Anatólíu, Grikklands, og lengra áfram vestur.

Þegar það er gert ljóst að hinir fornu Föníkar voru norður ættkvíslir Ísraels, sem Biblían og þá sérstaklega LXX útgáfan leiðir í ljós( sjá ritgerðina Galilea heiðingjana? fyrir kynningu á þessu), og að Trójumenn, skyldir Föníkum eins og er gert ljóst í Grískum heimildum, voru komnir af Júda gegnum Sera, byrjar hin djúpstæði raunveruleiki spádóma Biblíunnar að verða að veruleika.

"Veldis sprotinn skal ekki víkja frá Júda,né löggjafinn frá milli fóta hans, þangað til Shiloh kemur ..." (Fyrsta Mósebók. 49:10). En þessi yfirlýsing var gerð að minnsta kosti 700-750 árum áður en Davíð, fyrsti konungur Ísraels af ætt Júda, fékk veldisprotann fyrir Fares ættlínu Júda.

Strabó segir um Tróverja að þeir " uxu frá littlu upphafi og urður konungar konunga" (12.8.7), og lýsir konungsætt Tróverja sem ríkti yfir öllum skyldum þjóðum, meðalannars Karía, Lýkíumenn, Mysíumenn, Leleges og Kílíka(13.1.7). Jafnvel í ósigri Tróju, voru Trójumenn taldir göfugur kynþáttur og Tróverskir prinsar sönn konungsætt. Svo það er ljóst að Sera ætt Júda átti sér konunga löngu fyrr en Fares ættlínan.

Eneasarkviða Virgils segir söguna um það hvernig Eneas Trójuprins, eftir fall Tróju, leyddi stóran hóp Tróverja til að setjast að þar sem nú er Ítalía, og svæðið sem hann nam land nefndist Alba Longa. Þessi þjóð varð síðar þekkt af nafni frægustu borgar svæðisins, Róm. Þó að kviður Virgils innihaldi tímaskekkju, ástir Eneasar og Dído af Karþagó( sem lifði 300 árum eftir fall Tróju, sjá Gegn Apion eftir Jósefus), Þrátt fyrir rómantíkina sem Virgil lét enda í fjandskap og var líklega skipulögð af pólítískum ástæðum, var sagan af landnámi Eneasar vel liðinn á fornöld. Samkvæmt Hómer voru Lýdíumenn bandamenn Tróverja( Illíonskviða önnur bók), og Etrúrar á Ítalíu töldu sig vera nýlendu Lýdíumanna(Strabó 5.2.2, Heródotos 1.94, Tasitus Rómarannálar 4.52 ff.), slíkir fólksflutningar eru trúverðugir, Alba Longa var suður af Toskana á Ítalíu.

Strabó segir okkur að búferlaflutningar Eneasar séu "hefðbundin staðreynd", ásamt dreifingu Tróverja (3.2. 13), og ræðir heillengi í nokkrum stöðum í Landfræði sinni(6.1.12, 14; 13.1.52, 53 et al.). Hann talar einnig um ættrakningu Júlíusar Sesars frá Eneasi, og Virgil gerir svo einnig, og ættrakningu Alexanders mikla til Tróverskra prinsa, þótt hann ályktaði að tilkall Alexanders væri ekki eins vel stutt(13.1.27). Þó að stór hluti 7 bókar Díódórusar Sikulusar sé glataður, var 5 kafli ( í Loeb Library útgáfunni) varðveittur í annálum Eusebiusar, þar sem Eusebius endurtekur lýsingu Díódórusar Sikulusar á flutningi og landnámi Tróverja á Ítalíu undir forystu Eneasar, og ættrakningu Sesars frá þessum Tróverska prinsi. Eusebius tók vissulega mið af lýsingum Díódórusar, sem hann segir " safnaði í yfirlitsformi öll bókasöfn í eina og sömu fróðleiksmiðlun" (Díódórus Sikulus, "Brot af bók VII", Loeb Library, 7.5). Rómverjar réttlættu yffiráð sín yfir οἰκουμένη með ættrakningu sinni til göfugra Tróverja, tilkall sem var jafnvel viðurkennt á miðöldum.

Á miðöldum voru Tróverskir prinsar taldir vera lögmætir höfðingjar, og aðalsmenn reyndu að rekja ættir sínar til ættar þessara höfðingjar til að lögmæta stöður sínar. Á valdatíma Meróvík ættarinnar "Bar Frankneskur metnaður eigin árangurs ávöxt á valdatíma Dagoberts, í tilkomu hefðar Franka að þeir væru afkomendur Tróversku konungsættarinnar, og væru því jafnokar Rómverja" (The Oxford History of Medieval Europe, pp. 88-89). Á meðan tilkall Rómverja hefur fullan stuðning sögunnar, hefur tilkall Franka engan. Trúverðugri er tilkall sem tengjist konungum Breta og Virgil segir að Bretar væru einnig nýlenda Tróverja Ítalíu, þó Grískir sagnfræðingar segja ekkert um það. Díódórus Sikulus segir okkur um Breta að þeir nota stríðsvagna ... eins og hefbundnar sögur segja að forn Grískar hetjur gerðu í Trójustríðinu (5.21.5), og Strabó segir " í tilgangi stríðs nota þeir að mestu stríðsvagna, rétt eins og sumir af Keltum gera" (4.5.2). Þetta lærðist þegar Sesar réðst inn í Bretland, sem Strabó og Díódórus er að vísa til.

Margir fáfróðir efasemdarmenn halda því fram að Trója hafi alls ekki verið til, og benda þeir á hvað fáar leifar fundust vil Hissarlik, líkleg staðsetning Tróju til forna. En þeir hunsa einnig klassíska rithöfunda. Í leikriti Euripidesar Helenu, sem lýsir atburðum í kjölfar Trójustríðsins, eftirfarandi samræður áttu sér stað milli titil persónunnar og Grísku hetjunnar Teuker: "Helena: Fórst þú virkilega til hinnar virtu borgar Illium, aðkomumaður? Teuker: Já: Ég hjálpaði til við að ræna hana en syrgði einnig. Helena:, Hvað,hefur hún þegar verið eydd af eldi? Teuker: Já: þú getur ekki einu sinni séð fyrir þér hvar veggirnir stóðu."(Euripides,Helena 105-108, Loeb Library, þýðing David Kovacs. Teuker syrgir bróður sinn Ajax.) Strabó segir að Tróad " hafi verið lögð í eyði" jafnvel á sínu tímabili(13.1.1), og um Tróju " enginn merki um hina fornu borg lifir; og náttúrulega því, á meðan borgirna í kring voru rændar en ekki endanlega eyddar, en þessi borg var svo gjörsamlega eydd að hver einasti steinn voru teknir til að byggja aðrar borgir" (13.1.38), og síðar vitnar í Lýkurgus frá Aþenu, ræðumann frá 4 öld fyrir Krist( sérstaklega rit hans Gegn Leokrates, 62) sem sagði um Tróju að "hún var jöfnuð við jörðu af Grikkjum, og er óbyggð" (13.1.41). Hvers vegna kvarta fræðimenn dagsins í dag að svo lítið hafi fundist af Tróju, þegar okkur er gert skýrlega ljóst af klassískum rithöfundum að það ætti ekkert að vera eftir til að finna? Eyðing Tróju var svo raunveruleg fyrir Grikkjum að rithöfundar eins og Þúkídides og Díódórus Sikulus( i.e. 14.2.4,19.1.10, 20.2.3) tímasettu atburðina í sagnfræðum sínum í ljósi tölu áranna frá falli Tróju, sem mundi verða 1184 fyrir Krist í okkar tímatölu.

Þó saga hinna göfugu Tróverja megi örugglega haldið áfram frá heimildum Rómverja, og tengls við Breta, og landnám Mílesinga á Írlandi, ásamt með nánari athugun á Tróversku dreifingunni í Grískum heimildum, svo er ekki ætlunin hér. Það er aðeins vonin að lesandinn átti sig, að frá elstu tímum dreifina barna Ísraels, að veldisprotinn fór alls ekki úr hönd Júda, og þótt að Jafetítar(Íonar,Rhódverjar,Þrakverjar o.fl), hafi Ísraelsmenn vafalaust erft οἰκουμένη ("heiminn"), eins og Biblían lofaði. Og þetta er þó aðeins smár hluti sögunnar!

Sannleik þessara fornu söguheimilda má ganga úr skugga um með skoðun á spádómum Gamla testamentisins og vitnisburðum Nýja Testamentisins. Dan.9:25 tímasetur komu Messíasar fyrir okkur, sem er Yahshua Kristur. Dan. 9:26 segir okkur að eftir krossfestinguna, "muni fólk prinsins sem munu koma eyða borginni"(A.V). Aðferðir þýðendanna, í bæði A.V og í Grísku í LXX, sýnir að frá fornu fari hafi menn haldið að Prinsinn úr versi 25 og prinsinn úr versi 26 væru tvær ólíkar persónur, en Hebreska orðið er það sama(#5057), og það er enginn málfræði árátta að ætla að þetta séu tveir ólíkir prinsar! Frekar, er ljóst að þýðendurnir sjálfir gátu ekki ímyndað sér hvernig Kristur gæti ráðið yfir fólki að utan sem gætu eytt Jerúsalem, "Helga borgin" sem þeir töldu að væri byggð af hans eigin þjóð. En í raun, sem er örugglega staðfest í sögunni og í Biblíunni, voru hinir sönnu Ísraelsmenn útbreiddir um gjörvallan οἰκουμένη (byggða heim), og flestir íbúar Jerúsalem borgar árið 70 eftir Krist voru af hinum Kanaaníska-Edómíska Andstæðingi: Gyðingar nútímans.

Rómverjar komnir af Ísraelsku ættkvísl Sera-Júda, vissulega voru þeir "þjóð Prinsins" úr Daníelsbók. 9:26, sem Páll skrifar að myndu "Sigra Satan undir fótum sínum(Rómverjabréf. 16:20), þ.e eyða Kanaanítum og Edómítum Jerúsalemborgar. Páll vissi að Rómverjar væru Ísraelsmenn, og segir þeim það oft í bréfum sínum til þeirra. Þetta er sérstaklega áberandi í Rómverjabréfi. 1:21-26, sem gat aðeins verið um Ísraelsmenn, eina þjóðinn sem þekkti Yahweh(þ.e. Amos 3:02 Mic.4:5). Hann segir þeim einnig í Rómverjabrefi.2:14-15, þar sem "Heiðingjar" ætti að vera "þjóðir", og yfirlýsingin er bein tilvísun í Psa. 33:12-15;40:8; Isa. 51:7;Jer. 31:31-33; Ezek. 11:19-20;36:26-27, sem getur ekki verið sagt um aðra en Ísraelsmenn. Páll benti frekar á að Rómverjar væru Ísraelsmenn í Rómverjabréfi. 2:22-29(sbr. Deut. 10:16; Jer. 4:4); 4:1, 12, 13-18; 5:6, 10-11; 7:1-6(sbr. Jer 3:1, 8; Hos. 2:2); 8:14-17(sbr. Deut. 14:1); 9:1-13.21-29 og annarstaðar. Páll var ekki eins og kirkjan hefur giskað að endurskilgreina Ísrael stílað í dag sem Staðgengilsguðfræði, því Páll var að ávarpa Ísraelsmenn ekki kirkjuna!

Kilíkar voru án efa ættbræður Föníka