Klassískar heimildir um Dórísku og Dananísku Ísraelíta-Grikki

William R. Finck Jr. 2007

Kórinþumenn voru Dórar. Dórar voru þjóðflokkur sem var sagður hafa ráðist inn á Grikkland, samkvæmt öllum fornum heimildum, stuttu eftir Trójustríðin. Grikkir sem byggðu allan Peloponnes skagann og einnig meginlandið fyrir tíma innrásar Dóra, kölluðust "Danaanar"(Danai), og "Akkea" kallaði Hómer þá. Sagnfræðingar dagsins í dag halda því fram að Dórar hafi komið "úr norðri" og benda á Dórísku Tetrapolis, fjórar borgir (Erineus,Boeum,Pindus og Cytinium, sjáið Strabó 9.4.10) sem liggja vestur af Fókis og norður af Delfí á meginlandi Grikklands, sem vitnisburð um þetta. Þessir sagnfræðingar halda einnig að allir Aríar hafi komið "að norðan" inn í fornöld á einum tíma eða öðrum, en þeir hafa stanslaust rangt fyrir sér. Hómer fær mikinn trúnað hjá Strabó fyrir þekkingu sína og nákvæmni þegar hann lýsir íbúum οκουμνη og svæðana þar sem þeir bjuggu, og landfræðingurinn vitnar sifellt í skáldið. Hómer lýsti öllum íbúum Grikklands, og þjóðum og stöðum sem Grikkjum var kunnugt um á þeim tíma er hann ritaði um. Hómer minnist ekkert á borgir Tetrapolis, né af Dórum á Grikklandi, né neinstaðar í norðri.

Dórarnir sem gerðu innrás á Grikkland frá hafi(sem er harla nauðsynlegt ef gert var innrás úr norðri) og hröktu Danaana út af Peloponnesus skaga, og stofnuðu síðar meginlandsborgir sínar, eru aðeins sagðir byggja Krít af Hómer( í Ódyseifskviðu sinni, 19 bók).

Það er staðhæfing mín að Dórar hafi reyndar komið frá Dor í Palestínu, borg á strönd lands Manasse, og þar sem margar fornar "Grískar" minjar hafa verið fundnar af fornleifafræðingum, sjáið Biblical Archaeology Review, Júlí-Ágúst 2001, bls.17 og Nóvember-Desember,2002, "Gorgóna grafinn upp í Dor",bls.50. Þessar fornminjar sýna viðveru "Grikkja" í Dor allt til 7 aldar f.k, og eru vissulega mun eldri en Helleníski timinn. 7 öldin fyrir Krist er tími síðustu skráðu starfsemi Assýringa (sjáið Ezra 4:2, Esar-Haddon ríkti frá 681 f.k),og síðustu brottvísana Ísraelíta sem áttu sér stað í kringum 676 f.k(sjáið The Assyrian Invasions And Deportations of Israel eftir J.Llewellyn Thomas). Fyrir vísbendingur um að Ísraelískir prestar hafi einmitt verið staddir í Dor, er hægt að lesa Biblical Archaeology Review, Maí-Júní 2001, bls.21 og greinina þar. Ef að Dórar fluttust frá Palestínu,frekar en úr norðri, væri Krít eðlilegur staður til að hefja landnám, á leið til vesturs. Frekari sönnun þess að Dórar voru Ísraelítar er að finna í Jósefus, í skrifum hans um bréf ritað af Spartverskum(eða Lakónískum, sem einnig voru Dórar) konungi til Jerúsalem um 160 f.k, sem finnst í Antiquities 12.4.10 (12:226-227):

"Areus, konungur Lakedamoníu, Til Oníasar, Sendir Kveðju. Vér höfum fundið skrif nokkur, þar sem oss höfum orðið ljóst að bæði Júdeumenn og Lakedamoníumenn eru af sömu ætt, og erum komnir af ætt Abrahams. Það er því rétt, því að þér eruð vorir bræður, skylduð segja oss af yðar vandkvæðum eins og yður líkar. Svo munum vér og einnig gera og líta á vandkvæði yðar sem okkar. Demóteles, sem færir yður þetta bréf, mun færa yðar svar til baka til oss. Þetta bréf er ferhyrnt; og innsiglið er örn, með dreka á klóm sínum."Að þessi frásögn, og innihald hennar séu byggðar á staðreyndum er staðfest með svari þess er Jósefus skráði í Antiq. 13.5.8(13:163-170), af Jónatanni hápresti.

Svar við þessu bréfi var lengi frestað, vegna Makkabea stríðana og vandamála meðal Júdeumanna sem er lýst af Jósefusi. Þar sem það er einnig skráð í fyrstu Makkabeabók kafla 12 í Apókrýfu, er hér einnig útgáfa frá Septúagint þýðingu Brentons: "Jónatan æðsti prestur, öldungar þjóðarinnar, og prestar sem og allt annað fólk Júdeumanna, færir Lakedamónum bræðraþjóð sinni kveðjur: Bréf voru send á fyrri tímum til Oníasar æðsta prests Daríusar, sem ríkti þá meðal yðar, til merkis um það að þér eruð bræður vorir, sem afritið hér undirritað tilgreinir.Á þeim tíma tók Onías á móti sendiherranum sem hafði verið sendur heiðarlega, og fékk bréfin, þar sem yfirlýst var um vináttu vora og bandalag. Þess vegna erum vér einnig, þótt vér gerumst engra hluta þessara þörf, því vér höfum bækur helgar og vers í höndum til að leita í til stuðnings, höfum við þrátt fyrir reynt að senda yður fyrir endurnýjun vinskapar okkar og bræðralag, annars yrðum vér algjörir útlendingar að öllu leyti. : því langur tími er liðinn síðan þér senduð okkur. Vér minnumst yðar án afláts, bæði í hátíðum vorum, og á öðrum helgidögum, í fórnum þeim er vér færum guði, og í bænum vorum, eins og ástæða er til, og eins og okkur er skylt að hugsa um bræður okkar: og vér erum glaðir af yðar heiðri. Vér höfum átt mikil vandræði og stríð allt í kring, konungar í voru nágrenni hafi barist gegn oss. Vér vildum eigi vera erfiðir yður né öðrum af bandamönnum okkar eða vinum, í þessum stríðum: því vér höfum hjálp af himnum sem styrkir oss, svo oss er bjargað frá fjendum vorum, og óvinir oss eru troddir undir fótum. Af þessu völdum vér Númeníus son Antíokkusar, og Antipater son Jasons, og sendum þá til Rómverja, til að endurnýja vinskap þann er vér áttum við þá, og áttum við þá bandalag. Við boðuðum að þeir myndu einnig fara til yðar, og heilsa yður, og að skila ykkur bréfum vorum um endurnýjun bræðralags okkar. Því skuluð þér gefa oss svar fyrir. Og þetta er afrit af bréfunum sem Oniares sendi. Areus konungur Lakedamóna til Oniasar æðsta prests, kveðjur; það höfum við fundið í skrifum að Lakedamónar og Júdeumenn eru bræður, og að þeir eru af ætt Abrahams: Nú þar sem þetta er orðið oss ljóst, skulum þér gjöra svo vel og skrifa til oss um velmegun ykkar. Við skrifum til baka til ykkar, að nautgripir og vörur yðar eru sem okkar og okkar sem yðar. Við skipum því sendiherra okkar að gefa skýrslu til yðar um þetta."(fyrsta bók Makkabea 12:6-23)

Nú munu margir eflaust mótmæla að seinni tíma Kórinþumenn á tímum Páls hafi verið Dórar, því borgin var eydd og síðar endurbyggð af Rómverjum. Og þetta er vissulega rétt, því að árið 146 f.Kr hertók Rómverski ræðismaðurinn Lúkíus Mummíus Kórinþu og brenndi hana, seldi eftirlifandi íbúana í þrældóm í þrældóm, eins og tíðkaðist meðal Rómverja. Strabó segir okkur “Sýkónar fengu mest af landi Kórinþu"(8.6.23). Að Sýkónar, frá náliggjandi hérað, hafi einnig verið Dórar er greinilegt á mörgum stöðum fyrir utan Díódórus Sikulus á 7.9.1 (Brot af bók VII " í Loeb Library útgáfu) þar se, hann segir: " við eigum eftir að ræða um Kórinþu og um Sýkíon, og með hvaða hætti þessar borgir voru numnar af Dórum.” Sýkíon hálfgerð systur borg Kórinþu, var jafningi hennar í listum, Strabó segir um Kórinþu: "því bæði hér og í Sýkíon blómstruðu mest listir eins og líkanagerð og málaralist" (8.6.23). Á þennan hátt hélst í Kórinþu Dórísk íbúasamsetning, en það er ekki öll sagan.

Strabó talar um endurbyggingu Kórinþu eins og Sesar skipaði fyrir árið 44 f.Kr, og segir svo frá " hún var endureist á ný, vegna hagstæðrar staðsetningu sinnar, af hinum goðgerða Sesari, sem byggði nýlendu þar mest skipaða af frjálsum mönnum" (8.6.23). En Díódórus Sikulus ( í "Brotum af Bók XXXII" í Loeb Library útgáfu) er sagður hafa sagt okkur enn fremur " Gæjus Júlíus Sesar ( sem fyrir stórvirki sín fékk titilinn Divus), var svo hrífður af samkennd og frægðarþorsta þegar hann skoðaði borgarstæðið, að hann byrjaði strax endureisingu af fullum krafti. Það er því aðeins rétt að þessi maður og framkvæmdar vilju hans skyldi fá af okkur viðurkenningu og í sögunni ættum við að lofa hann fyrir örlæti sitt. Þó forverar hans hefðu komið fram við borgina af hörku bætir hann af miskunnsemi sinni fyrir óendanlegan alvarleik þeirra, vill frekar fyrirgefa en að refsa" (32.27.3).

Eina leiðin til að framkvæmdir Sesars gætu verið kallaðar endureisn, miskunnsemi, eða fyrirgefning, eins og þær eru kallaðar hér, væri að þeir "frelsingjar" sem hann lét endurbyggja endureista Kórinþu væru afkomendur þeirra Kórinþumanna sem voru þrælkaðir í eyðingu hennar 102 árum fyrr. Þetta er í samræmi við Rómverskar venjur, eins og sést í Acts 6:9, þar sem við sjáum Júdíska "frelsingja" búandi í heimalandi forfeðra sinna, þeir hljóta að hafa verið herteknir í landvinningum Rómverja undir stjórn Pompejusar í Júdeu nokkrum kynslóðum áður. Landnám annara en Dóra í endurbyggðri Kórinþu mundi ekki hafa verið nefnt miskunnsemi eða fyrirgefning heldur hefði verið litið á það sem móðgun við Síkyóna, Lakedamóna, og aðra Dóra á Pelopennos. En nánari athugun á Rómverskum siðvenjum ásamt orðum Díódórusar gefur vafalaust til kynna þegar Strabó vottar að hinir endureistu Kórinþumenn voru " að mestum hluta " af "frelsingja stétt ", átti hann vafalaust við að þessir frelsingjar hafi verið komnir af hinum upprunalegu Kórinþumönnum sem voru herteknir.

Ennfrekar segir Páll Kórinþumönnum í fyrra Kórinþubréfi 10:1 "Ég vil ekki, bræður, að yður skuli vera ókunnugt um það, að feður vorir voru allir undir skýinu og fóru allir yfir um hafið" og segir Kórinþumönnum að forfeður þeirra hefður verið brottför Ísraelsmanna frá Egyptalandi.

Grikkir Þebu voru sagðir vera Föníkar, og Grísku guðirnir Herakles (Guðafæðing Hesíods, 530) og Díónýsus (Díódórus Sikulus, 1.23.2-8; 3.64.3 og 3.66.3) voru báðir sagðir hafa fæðst þar. Kadmos Föníki var sagður stofnandi Þebu, og var einnig talinn vera afi Díónýsusar (Díódórus Sikulus 4.2.1, 4.2.2-3 ofl al.), og var sagður hafa komið frá borginni Þebu í Egyptalandi (1.23.4). Þessir Föníkar Þebu voru oft tengdir við Danana. 5 aldar leikrit Evrípídesar Fönískar konur, var skrifað um konur í Þebu og atburði sem voru sagðir hafa átt sér stað löngu fyrir Trójustríð, sem Askylos skrifaði einnig um í Sjö gegn Þebu, arftaka bardagi milli sona Ödipusar um hásæti Þebu, þar sem Pólínikes biður Danaana um aðstoð gegn bróður sínum Etöklesi.

Díódórus Sikulus, vitnandi í fyrri sagnfræpung Hekatæus af Abdera, sem lýsti á undarlegan hátt brottför Ísraelsmanna frá Egyptalandi frá Egypsku sjónarhorni, hann segir " útlendingarnir voru hraktir úr landi, og þeir sem voru mest framúrskarandi og virkir meðal þeirra söfnuðust saman, og eins og sumir segja hröktust á land í Grikklandi og nokkrum öðrum svæðum, leiðtogar þeirra voru áberandi menn, æðstir af þeim voru Danaus og Kadmos. En stærstur hluti voru hraktir inn í það land sem nú kallast Júdea ... Nýlendan var leidd af manni sem kallaðist Móses, framúrskarandi bæði af visku og hugrekki."

Kadmos. kallaður "Föníkinn" í öllum klassískum Grískum bókmenntum, var goðsagnakenndur stofnari Þebu. Danaus, "Egyptinn" eins og hann er vanalega kallaður, var goðsagnakenndur stofnandi Danana(Danai) sem komu til Grikklands frá Egyptalandi, sem gætu aðeins hafa verið lítið brot Dan ættkvíslar Ísraelsmanna( sbr. Dómarabók 5:17, Ezek. 27:19). Þessi atburður var hæddur í síðari klassískum bókmenntum sem flótti "dætra Danausar" frá " sonum Aegyptusar" sem dæmi er leikrit eftir Askylos, Aðstoðar Meyjar. Það sem ég er að benda á er að Danaanar komu frá Grikklandi beint frá Egyptalandi, og voru aldrei undir skýinu í Exódus, þar sem þeir fóru frá Egyptalandi á ólíkan hátt.

Rómverjar voru komnir af Trójumönnum (sjáið Strabó 5.3.2, 13.1.27 et al., Diódórus Sikulus 7.4.1-4, 7.5, Eneasarkviða Virgils og margar aðrar heimildir), og feður þeirra hefði ekki heldur getað verið undir skýinu því Darda, sonur Mahol af ætt Júda-Sera (1 Kings 4:31; 1 Chron.2:6) samkvæmt öllum heimildum hlýtur að hafa lifað löngu fyrir Exódus. Darda var stofnandi Tróju, og Hómer kallar þá síffelt Dardana. Kalkol (1 Kings 4:31, eða Kalkol í 1 Chron. 2:6) hlýtur að vera Kalkas úr Grískri goðsögn sem stofnaði Pamfýlíu (þ.e Heródótos 7:91, Strabó 14.4.3), kallaður Kalkad í Septúagint í Kings, en Kalkal í Chronicles. Nöfn þessara Grísku goðsagna sem finnast í Biblíunni sem tilheyrðu Ísraelsmönnum, eru bornir saman við Salómón í visku og hljóta að hafa verið miklir menn. Sera fór til Egyptalands með sínum frægu sonum, sem er ekki minnst á neins staðar í Biblíunni (1 Mós. 46:12), og Trója var svo kölluð í skrám Hittíta sem voru til tveimur öldum fyrir Exódus.Serah-Júda Tróverjar, forfeður Rómverja, hljóta að hafa aðskilst frá Ísraelsmönnum löngu fyrir þann tíma, líklega áður en Jakob fór til Egyptalands.

Síðari " Fönískir" landnemar í Miðjarðarhafi voru Ísraelítar af noðrur ættkvíslunum sem sigldu frá Týrus og Sídon. Þessir námu land ekki á Grikklandi né á Ítalíu, heldur á Kýpur, Kilíkíu, Miletos, Karþagó, Íberíuskaganum og öðrum stöðum í vestri. Meðal Grískra þjóðflokka, voru Pelasgar á Grikklandi fyrir Danaana, Æólar voru aðeins hluti af Danaönum, og Íoníumenn voru afkomendur Jafets.Engir aðrir þjóðflokkar en Dórar á Ítalíu eða Grikklandi gætu hafa verið undir skýinu, eins og Páll segir um forfeður Kórinþumanna í fyrsta Kórinþubréfi 10:1. Páll hlýtur að hafa verið að mæla við. að minnsta kosti að mestu leyti, Dóríska Grikki.

Einn framúrskarandi hluti bréfa Páls til Kórinþumanna eru tíðar aðvaranir hans við þá að drýgja ekki hór (πορνεα, ólöglegt kynlíf, meðal annars en ekki takmarkað við, vændi eða kynblöndun), sem er að finna í fyrsta Kórinþubréfi. 5,6,7,10 og seinna Kórinþubréfi.12.Kórinþumenn til forna voru frægir fyrir að drýgja hór, svo að sögn var fundin upp κορινθιζομαι ( korinthiazomai), sem þýðir að drýgja hór, eins og var nota' af Aristófanesi og öðrum.Borgin var einnig fræg fyrir musteri sitt helgað Afródítu og vændiskonur, þrælar sem unnu sem musterisvændiskonur (πρναι), sem tilheyrðu musterinu.