Klassískar heimildir Og uppruni Germana Fyrsti hluti

William Finck   © 2007


Þjóðir Miðausturlanda gerðu oft minnisáletranir og aðrar skrár á mörgum tungumálum. Þetta kemur okkur að góðum notum þar sem slíkt hefur stórlega aukið skilning okkar á hinum ýmsu fornu tungumálum landsvæðisins. Með upprisu Forn Grikkja hófust Grískar landfræði og sagnfræði rannsóknir sem, eins og er ljóst af þeirra eigin heimildum byrjuðu á seinni hluta 7 aldar f.Kr. Grísku rithöfundarnir kynntust fyrst nágrönnum sínum í austri í formi veldis Assýra, sem hafði fallið um 612 f.Kr , og enn meir með tilkomu Persaveldis þar sem Kýrus komst til valda 540 f.Kr. Þótt það hefðu verið eldri Grískir sagnfræðingar og rithöfundar söguljóða í sagnfræðilegum stýl, ásamt mörgum öðrum ljóðskáldum, er fyrsti alvarlegi sagnfræðingur sem hefur skilið eftir sig verk Heródótos, sem skrifaði 100 árum eftir dauða Kýrusar. Það kann því að vera augljóst, að elstu ritaðar Grískar heimildir um austurlönd voru undir áhrifum frá Assýringum, og síðar af Persum og Medum. 

Þjóð sem Grikkir nefndu Kimmera réðst inn í Anatólíu frá austri (sjáið, td greinina "Mídas konungur: Frá goðsögn til veruleika" eftir G. Kenneth Sams, Archaeology Odyssey, Nóv. - Des 2001), á eða rétt fyrir tíma Hómers, eins og er staðfest af Strabó, sem segir að "Rithöfundar annála gera það ljóst að Hómer var kunnugur Kimmerum, því þeir tímasetja innrás Kimmera annaðhvort stuttan tíma fyrir Hómer, eða á tíma Hómers (Landfræði 1.2.9). Tímasetjandi Hómer, finnst athugasemd í Loeb Classical Library útgáfu Grísk lambísk ljóðalist, bls. 35, í Arkilókus, 5, þar sem er sagt, eins og Tatian sagði einnig í Ávarp til Grikkja, 31, Hómer var santímamaður Arkilókusar, lambíska skáldsins sem blómstraði á 23 Ólympíuleikunum (688-685) ".... á tímum Gígesar Lýdíumanns, 500 árum eftir Trójustríðið." Strabó segir að, Kimmerar eyddu þjóð Frýgíu þar sem hin frægi Mídas var konungur, Kimmerar " æddu yfir allt landið frá Bosporus til Íóníu" og "fóru alla leið til Lídíu og Íóníu og hertóku Sardes" (Landfræði 1.1.10;1.3.21). Eftir að þeir hörfuðu frá Anatólíu (þar sem þeir höfðu vissulega byrjað að uppfylla spádóma sem hægt er að finna í Esaja 66:19, því Íónar eru Javan og Lýdíumenn eru hinir Shemísku Lud Gamla Testamentisins), fóru Kimmerar að byggja landsvæði norður og vestur af Svarta hafi, norður af Þrakíu. "Kimmerska Bosporus" Krímea dagsins í dag, fékk nafn sitt frá þeim (sjáið Strabó, 11.2.5). Hómer vitandi um þessa þjóð, minntist á þær í Ódysseifskviðu sinni,en atburðirnir sem það söguljóð fjallar um áttu sér stað löngu fyrr (Trójustríðið endaði 1185 f.Kr), og að staðsetja Kimmera, eins og harmleikjaskáldin gera einnig, á því tímabili er tímaskekkja, og er villa hjá Hómer sem síðari rithöfundar fylgdu. Síðari öldur hirðingjaþjóða frá Asíu kynntust Grikkir, og þessar voru almennt nefndar Skýþar. Heródótos segir okkar að Sakae sé nafn sem Persar "gáfu öllum Skýþum", en síðar notuðu Grikkir nafnið Sakae, en aðeins um suma Skýþa, og aðgreina aðra með nöfnum eins og Massagetae, Arimaspi,Daæ,Asii,Tokkara,Sakarálí, og önnur. (cf. Heródótos, Sagnfræði, 4:11, 48; 7:64; Díódórus Sikulus, Safn Sagnfræðinnar, 2.43.1-5; Strabó, Landafræði, 7.3.9 and 11.8.2). Heródótos og aðrir rithöfundar á aðra hönd aðgreindu Kimmera og Skýþa (Hómer minntist aldrei hvorki á Skýþa né Saka), takið eftir að þeir skrifuðu allir löngu eftir að Grikkir voru orðnir kunnugir Kimmerum, og eftir að Persar komust til valda í austri, Assyríngar og Akkadísk tunga þeirra farin fyrir bí.

Flakkandi Kimmerar/Skýþar

En Persar sjálfir aðgreindu ekki Kimmera frá Skýþum, því á áletrunum sem þeir skildu eftir sig á mörgum tungum, er ljóst að þessar þjóðir voru eina og sama. Tildæmis, á Akkadískri áletrun Xerxesar Persakonungs, er minnst á "Amyrgíska Kimmera" og "Kimmera er bera oddmjóar húfur". Athugasemd er fylgir þýðingu þessarar áletrunar sem birtist í Ancient Near Eastern Text Relating to the Old Testament, ritstýrt af James B. Pritchard, Princeton University Press [hér eftir ANET], bls 316 segir okkur að í Persnesku og Elamísku útgáfunum af þessum sömu textum eru þessir "Kimmerar" nefndir "Sakar". Akkadíska var samskiptamál miðausturlanda á tímum Assyrínga og Babylóníumanna (ANET, bls. 103, 198), áður en Arameíska velti henni úr sessi á tímum Persaveldis. Vissulega hljóta Grikkir á tímum Hómers að hafa verið henni kunnugir.

Augljós niðurstaða hér er að Kimmeri er dregið af Akkadísku orði yfir þá þjóð er Persar nefndu Saka, og Grikkir nefndu Skýþa, og að öll þessi nöfn auðkenna sama þjóðflokkinn, þótt þeir hefðu aðgreinst í mismunandi hópa. Þeir fyrstu sem komu til Evrópu, á tímum Assyrínga, kölluðu Grikkir með Akkadísku nafni. Síðar á tímum Persa, kölluðu Grikkir seinni öldur þessara þjóða (eða jafnvel afkomendum fyrstu þjóðflokkana) sem og þá sem voru eftir í Asíu með Persneska nafninu Sakae, eða Skýþa. Grikkir gætu hafa lært nafnið Skýþi af þjóðinni sjálfri, því nafnið gæti líklega verið dregið af Hebreska orðinu Succoth sem þýðir tjald, og lýsir vel lifnaðarháttum þeirra, og er einnig í samræmi við klassískar heimildir um uppruna Skýþa. Þetta myndi einnig útskýra hvernig orðið kemur fyrir í broti sem er eignað Hesíodi, sem var talin af síðari Grikkjum vera samtímamaður Hómers. En hvort verkið sé Hesíods er óljóst, og tímasetning Hesíods einnig. Þegar tekið er eftir nöfnunum á þesari sérstöku áletrun Persa, "Amyrgískir Kimmerar" og "Kimmerar er bera oddmjóa hatta", verðum við að bera saman mál Heródótosar, sem ræðir um nokkrar þjóðir er voru i bandalagi með Persum í innrás þeirra á Grikkland, skrifaði um "Amyrgíska Skýþa" og sagði að "Sakar,eða Skýþar, gengu í brókum, og báru á höfðum sér háar oddmjóar húfur" (Sagnfræði, 7.64). Í neðanmálsgrein í þessum kafla í útgáfu sinni af Heródótosi, segir George Rawlinson: " Samkvæmt Hellaníkusi, var orðið "Amyrgískur" aðeins landfræðilegt, Amyrgíum var heiti sléttu þar sem þessir Skýþar bjuggu." Kimmerar voru einmitt aðeins eldri þjóðflutningur Skýþa, eða Saka, til Evrópu. Þó Hómer hefði aldrei minnst á Skýþa, gefur Strabó langvinn rök fyrir að hann hafi vitað um þá, því hann notaði viðurnefnið "Hippemolgi" (hryssu-milkinga), "Galactophagi" (mjólkur-nærðir) og "Abii" (þeir sem eru afkomulausir eða þeir sem hafa einfaldan lífsmáta), sjáið Landafræði 7.3.2,6,7 og 9. Á þeim hlutum vitnar hann í not þessara viðurnefna um Skýþa af bæði Askylosi og Hesíod ( að öðru leyti glatað ritbrot) til að styðja mál sitt. En Strabó játar einnig að Hómer gæti hafa átt við Þrakverja, sem voru sagðir hafa lifað á svipaðan hátt (sb. Landafræði 7.3.2,3,4), þar sem hann vitnar í Póseidóníus. Þó Strabó hiki í þessum málum, og virðist vilja trúa því að Hómer hafi einmitt verið kunnugur Skýþum, virðist hann einnig eiga við að í umhverfi hins óblíða norðurs séu slíkir lífshættir, þar sem menn lifðu af hjörðum sínum frekar en af landbúnað, eðlilegir (Landafræði 7.3.8,9; 7.4.6). Þó Hómer megi vissulega hafa átt við aðra norræna þjóðflokka með þessum viðurnefnum, eins og Þrakverja eða aðra Slava, og síðari ljóðskáld einfaldlegu gefið Skýþum þessi viðurnefni, eru rökin óviðkomandi þessum efnum.

Þegar það verður ljóst að Kimmerar voru einfaldlega Skýþar kallaðir Akkadísku nafni, eitthvað sem Grikkir útskýrðu ekki og líklegast skildu ekki, það er ljóst að Hómer þekkti Skýþa: þessi fyrsta alda Kimmera frá Asíu sem eyddi Frygíu, ógnaði allri Lídíu og Íóníu, og hélt þá yfir til Evrópu til að byggja löndin norður af Þrakíu. Sjáandi þá að Kimmerar og Sakar, eða Skýþar, eru hinir sömu í austrænu áletrunum, og að Grikkir notuðu fyrst Akkadíska nafnið yfir þessa þjóð, og aðeins síðar meir Persneska nafnið (nöfn sem eru vel skjalfest á austrænum áletrunum áður en þessi þjóð varð þekkt í vestri), sú staðreynd að Skýþar voru upprunnir í Asíu, eins og Díódórus Sikulus segir frá (Safn Sagnfræðinnar, 2.43.1-5), er vissulega fullgild. Þegar hann skrifar um tímabil fyrir sitt eigið, segir Heródótos að Kimmerar hafi verið reknir úr löndum sínum í austur Evrópu af Skýþum, og segir sögu þar sem Kimmerar höfðu flúið til Asíu (hér í merkingu Anatólíu, eða litlu Asíu, þar sem Frygía,Lídía og Íónía eru staðsettar) til að forðast þá, þar sem Skýþar á hælum þeirra, náðu þeim ekki og æddu til Medíu (Sagnfræði, 4:12). Heródótos hefur þessa sögu frá eldra skáldi Aristeasi, og eins og forveri hans, er augljóslega að reyna að gera skil tilkomu þessara þjóða í hinn Gríska heim, Anatólíu og austurlönd nær. Strabó segir okkur að "Aristeas var Prokonnesíumaður-höfundur Arimaspíska söguljóðsins, eins og það er kallað - loddari sannlega" (Landafræði, 13.1.16), og hjálpar okkur því frásögn Heródótosar er ómöguleg. Díódórus Sikulus gefur okkur trúverðugri frásögn um uppruna Skýþa. Hann segir frá frábrotnu upphafi þeirra hjá Araxes fljóti í norður Medíu, og útskýrir uppruna ýmissa Skýþverskra þjóðflokka frá þessari sameiginlegu uppsprettu, og útbreiðslu þeirra norður og bæði austur alla leið til Indlands og vestur allt til Evrópu norður af Grikklandi og Þrakíu (Safn Sagnfræðinnar,2.43. 1-5). 

Þessa búferlaflutninga er hægt að staðsetja út frá mörgum öðrum heimildum, bæði sagnfræðilegum og fornleifafræðilegum. Frásögn Díódórusar er að fullu samloðandi við frásagnir að austan, eins og fornar Assyrskar töflur sem fornleifafræðingar grófu upp á 19 öld, og vitnisburður Flavíusar Jósefusar í verki sínu Styrjaldir of Forneskja (sjáið fyrri ritgerð mína um þetta efni, Klassískar heimildir um Uppruna Skýþa, Parþa og skyldra þjóða). Gagnstætt sögu Heródótosar sem vitnað er í að ofan, lærum við frá öðrum heimildum (Strabó, Landafræði 1.3.21) að Skýþar, undir forystu Madys konungs, höfðu hrakið Kimmera (engir Grískir rithöfundar áttuðu sig á að Kimmerar voru Skýþar) út úr Anatólíu einhvern tíma eftir að Frígía hafði verið eydd. Tilvera bæjar að nafni Sagalassus í norður Pisidíu gæti vel verið vitnisburður um veru Skýþa á svæðinu. "Saga" eða "Saka", hljóðið kemur oft fyrir í nöfnum sem tengjast Skýþum, eins og Arsakes, Massagetae, Sakarauli,Sakasene, og fleiri. Strabó í Landafræði sinni nefnir bæði Sagalassus og íbúa hennar Sagalasseis, nokkrum sinnum. Frekar en að Skýþar hafi hrakið Kimmera til Anatólíu frá norðri, eins og Heródótos hélt fram, er líklegra og hægt að segja með vissu, að Skýþar meðal þeirra Kimmerar höfðu flust gegnum Anatólíu frá austri. Skrifandi um sinn eigin tíma, Heródótos minnist á Keltíku, en virðist ekki vita nákvæmlega hvar hún er ( það er frá Pýrenafjöllum til Rínar) sem síðari rithöfundar lýsa, hann er nokkuð ónákvæmur. Heródótos segir: " Þessi seinni á (Íster, eða Dóná) hefur upptök sín í landi Kelta nálægt borginni Pyrêné, og flæðir gegnum mið Evrópu, skiptir henni í tvo hluta. Keltarnir lifa handan súlna Heraklesar, og eiga landamæri við Kýnesinga, sem byggja vestasta hluta Evrópu. Þannig flæðir Íster gegnum gjörvalla Evrópu áður en hún tæmist í Euxine (Svarta hafi) hjá Ístríu, einni af nýlendum Mílesinga" (Sagnfræði, 2:33). Auðvitað, flæðir Dóná gegnum mestan hluta Evrópu, en á ekki upptök sín svo lang vestur og Íbería. Einnig með "borginni Pyrêné" gæti hann hafa átt við Pýrenea fjöllinn, eitthvað sem hefur miskilist í samskiptum. En frá þessu sjáum við að Heródótos vissi af Keltum í vestri, nálægt upptökum Dónár (sem væri rétt norður af Sviss) og í Íberíu. Síðar í sagnfræði sinni (4:49) kallar Heródótos Kynesínga "Cynétes" í staðinn, og Rawlinson segir að ekkert meira sé vitað um þessa þjóð.

Germönsku þjóðflokkarnir sem byggðu löndin norður af Dóná voru upprunalega kallaðir af síðari Grískum rithöfundum með nafninu Galatae. Strabó,sem var uppi sirka 63 f.Kr til 25 e.Kr., segir að "Germanir, þótt örlítið frábrugðnir Keltum því þeir eru villtari, hávaxnari, og gulhærðari, eru í öllum öðrum þáttum, húsagerð, venjum, og lífsháttum líkir Keltunum sem ég sagði frá. Einnig held ég að af þessari ástæðu hafi þeim verið gefið nafnið Germani; líkt og þeir vildu gefa til kynna að þeir væru hinir upprunalegu Galatar, því að á tungu Rómverja þýðir germani upprunalegur" (Landafræði 7.1.2). The Loeb Library útgáfan af Strabó, þýdd af H.L. Jones, hefur þessa neðanmálsgrein: "Júlíus Sesar, Takítus, Plíníus og aðrir fornir rithöfundar töldu Germani yfirleitt til Kelta(Galla).

Dr Richard Braungart hefur nýlega gefið út mikið verk í tveimur bindum þar sem hann ver fullyrðingu sína að Bojar, Vindelikar, Rætar, Nóríkarm Tárískar, og aðrir þjóðflokkar, eins sést af landbúnaðar áhöldum þeirra og tækni, voru upprunalega ekki Keltar, heldur Germanir, og mjög líklega, forfeður allra Germana (Sudgermanen,Heidelberg,1914). Og þó ég sé vissulega ósammála Braungart, sú staðreynd að Germanir voru Galatar fyrir Grikkjum (Latneska;Gallar) er skýr. Díódórus Sikulus lýsir Galötum sem dvelja handan (austur af) Rín sem hávöxnum, ljóshærðum og mjög hvítum á hörund, og segir að þeir drukku bjór úr byggi og vatninu sem þeir þvoðu vaxkökur sínar, sem virðist lýsa fornri gerð mjaðar (Safn Sagnfræðinnar 5.26.2; 5.28.1). Þessir Galatar notuðu vagna, og gengu í klæðnaði svipaðan Skotapilsi (5.29.1; 5.30.1).  

Samt virðist nafnið Kelti ekki hafa upprunalega verið notað yfir Galata. Strabó segir er hann lýsir íbúum það sem er í dag suður Frakkland, þar sem nú heitr Narbonne "... men fyrri tíma nefndu (þá) Celtae; og frá þessum Keltum, tel ég, að Galatar í heild hafi verið að Grikkjum verið nefndir Keltar - vegna frægðar Kelta, eða það gæti einnig verið að Massilíumenn, og aðrir Grískir nágrannar hafi stuðlað að þessari nafngiftu, vegna nálægðar þeirra" (Landafræði 4.1.14). Þessu er hin eldri Díódórus Sikulus(skrif hans ná allt til ársins 36 f.Kr, því hann lýsir umskipti Tauromenium á Sikiley yfir í Rómverska nýlendu) sammála, og segir: "Og nú verður gagnlegt að gera greinarmun sem er mörgum ókunnugur: Þjóðirnar sem dvelja í upplendi Massalíu, í hlíðum Alpana, og hjá vesturhluta Pýrenea fjalla eru kallaðir Keltar, en þjóðirnar norður af Keltíku, meðfram hafinu og meðfram Herkyníu fjöllum, og allar þjóðir er koma eftir þeim, allt til Skýþíu, eru nefndar Gallar (Gríska: Galatae); Rómverjar, hins vegar nefndu allar þessar þjóðir sama nafni, Galla(Grísku:Galatae)" (Safn Sagnfræðinnar,5.32.1). Svo það er augljóst að Keltar og Galatar voru einu sinni aðgreindir. Heródótos vissi af Keltum, en notaði ekki heitið Galatae, en á fyrri tímum urðu þau samheiti hjá Grikkjum og Rómverjum. Pólybíus, sem skrifaði til ársins 146 f.Kr., hundrað árum fyrir Díódórus Sikulus, notaði þegar heitin Keltar og Galatar yfir sömu þjóð (það er að segja Sagnfræði, 2.17.3-5; 2.33.1-5). Í skrifum sínum notar jafnvel hann heitin jöfnum höndum,og oft í sömu málsgreinum (það er 25.13.1). Díódórus notar aldrei heitið Germani, heldur nefnir þjóðflokkana austur af Rín, sumar minnist hann á með eigin nöfnum, einnig Galata, þegar hann segir frá herförum Sesars þar (Safn Sagnfræðinnar, 5.25.4).

Gallinn deyjandi, Grískt/Rómverskt höggverk frá sirka 230 f.Kr

Massalía (eða Massilía, Marseilles í dag) var forn Íónísk (Fókísk, Íóníumenn frá Fókis) Grísk nýlenda í Keltiku og í nágrenni við Kelta. Heródótos minnist á Massalíu (það er Sagnfræði, 5:9) og var stofnuð sirka 600 f.Kr. Það er líklegast að Heródótos lærði um Kelta aðeins frá þessum Fókísku Grikkjum, sem höfðu stpfnað Massalíu og aðrar vestrænar nýlendur og höfðu andstæðingar þeirra Föníkar og Etrúrar veitt þeim mikið viðnám (samanber The Encyplopedia of World History, 6 utgáfa. Houghton-Mifflin Co., 2001,bls.60-62). Þótt ég geti ekki sagt með vissu hvort Keltar hafi þegar búið í suður Frakklandi þegar Fókar stofnuðu nýlendur sínar og það virðist að þeir hafi ekki, voru þeir vissulega þar á tíma Heródótosar (sirka 440 f.Kr), og Grikkir og Rómverjar hljóta að hafa verið kunnugir Keltum nálægt Marseilles löngu áður en Galatar ræðust inn á Ítalíu. Samt, þar sem Galatar birtast fyrst á norður á 5 öld fyrir Krist, kallar Rómverski sagnfræðingurinn Livíus, í frásögn sinni þá "undarlegan kynstofn,nýja landnema" (Saga Rómar, 5.17.6-10). Stuttu seinna, eftir að hafa sigrað Etrúra, eyða þessir Galatar Rómarborg næstum því, sirka 390 f.Kr. En eins og Strabó segir að Rómverjar geri, Kelta nálægt Massilíu, eins og þeir sem hertóku Róm, eru kallaðir "Gallar" af Livíusi þar sem hann segir frá stofnun borgarinnar (5.34.8). Ef Rómverjar voru kunnugir Keltum í nágrenni þegar borgin var stofnuð, og Galatar voru Keltar, afhverju myndi Livíus finnast Galatar, sem birtust á norður Ítalíu 200 árum síðar "undarlegan kynþátt"? Og þó Heródótos minnist á Kelta, Kimmera og Skýþa Evrópu, notar hann aldrei heitið Galatae, og má vel hafa verið ókunnugur því. Samkvæmt 9 útgáfu Liddel & Scott Greek-English Lexicon, heitið Galatae kemur ekki fyrir fyrr en á 4 öld f.Kr., þar sem það finnst í ritbroti eignað Aristótelesi. Svo með öllu þessu, sjáum við nokkurn rugling í notkun nafnana Kelti og Galli, eða Galata, frá fyrstu tímum.


Það er ein möguleg lausn á þeirri mótsögn varðandi notkun þessara nafna eins og er lýst af fyrri sagnfræðingum, sem ég skal frjálslega leggja til hér. Föníkar voru af sama uppruna og Germönsku þjóðflokkarnir, sjáið eldri ritgerðir mínar Klassískar og Biblíuheimildir er auðkenna Föníka; Heródótos, Skýþar, Persar og Spádómar; og Klassískar heimildir um uppruna Skýþa, Parþa og skyldra þjóða, ásamt því sem er þegar komið í þessa ritgerð sem leitast við að rekja uppruna Germana til Kimmera og Skýþa. Föníkum var lýst af Grískum harmleikjaskáldum og öðrum eins og Rómverska skáldinu Virgilíusi, sem ljósum á húð og hár, og þeir námu land á ströndum og ádölum Vestur-Evrópu nokkrun öldum fyrir komu Grikkja til þessa svæðis. Svo það er líklegt að þessi þjóð séu hinir upprunalegu Keltar, og að þessi þjóð er oft skilgreind sem "Frum-Keltar" af nútíma fornleifafræðingum, amk í mörgum tilfellum þar sem "Frum-Keltar" eru skilgreindir, og að þegar Rómverjar og Grikkir urðu þeim kunnugir, voru aðrir þjóðflokkar komandi úr norðri einnig gefnir þetta sama heiti, þar sem þeir voru taldir vera skyldir, eins og þeir voru í raun. Viðvera Föníka á ströndum og upplendi Íberíu og Bretlands, þar sem þeir unnu málma eins og tin og silfur, er hægt að staðfesta löngu áður en að Rómverjar hófu að skrifa um Kelta,Galata og Galla. Kannski af tilviljun, kallar Díódórus minni eyjuna norðvestur af Möltu, suður af Sikiley, þar sem var nýlenda, Föníka, Gaulos (Gozo í dag) í riti sínu Safni Sagnfræðinnar 5.12.4. Þó þetta sé tilgátukennt, er hún í samræmi við vitnisburð Strabós um nöfnin Celtae og Kelta, og Díodórus um Kelta og Galatae, eins og er vitnað í að ofan. Hvað allt þetta hefur að gera með Kimmera og Skýþa mun vonandi verða ljóst í næstu hlutum þessarar ritgerðar.